top of page
Mountain Road
Um félagið
Innviðafélag Íslands er vettvangur lífeyrissjóða um lánsfé fyrir innviðaverkefni.  Framundan er mikil uppbygging á innviðum hér á landi með aðkomu fleiri aðila en hins opinbera, enda mikil þörf.  Við erum þátttakendur í þeirri vegferð.  Má þar nefna fjárfestingu í innviðum eins og vegakerfi,  virkjunum, brúarvirkjum, flugvöllum og fjarskiptum, sem og sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, skólum og öðrum samfélagslegum byggingum.  

Að baki Innviðafélags Íslands stendur styrkur hópur lífeyrissjóða sem vill styðja við mikilvæg samfélagsverkefni. 

Í skýrslu Samtaka iðnaðarins frá árinu 2021 er áætlað að uppsöfnuð viðhaldsþörf sé yfir 400 milljarðar á núverandi innviðum. Auk þessara viðhaldsverkefna er mikil þörf á nýfjárfestingu í innviðum.  Þörfin fyrir lánsfé fyrir þessi mikilvægu verkefni er því mikil og við erum hreyfiafl í þeirri vegferð.

 
bottom of page